Ný samþykkisnúmer til fiskvinnslufyrirtækja, vinnslu- og frystiskipa
Frétt -
15.01.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Með samþykkt laga nr. 143 frá 28. desember 2009 er hafin innleiðing nýrrar löggjafar ESB um matvæli og fóður hér á landi. Einstakir hlutar laganna taka gildi á mismunandi tímum, allt frá 1. mars 2010 til 1. nóv. 2011. Varðandi sjávarafurðir og lifandi samlokur (skelfisk) þá er gildistökutíminn 1. mars 2010.
Í
tengslum við innleiðingu matvælalöggjafar ESB varð nauðsynlegt að gefa
út ný leyfisnúmer sem leysa af hólmi gömlu starfs- og
vinnsluleyfisnúmerin (IS-númerin) sem öll fiskvinnslufyrirtæki og
fiskiskip hafa haft síðan 1993. Veigamestu atriðin sem felast í þessari breytingu eru eftirfarandi: |
- Númerin verða kölluð samþykkisnúmer.
- Hver starfsstöð fær eitt samþykkisnúmer.
- Samþykkisnúmerið gildir fyrir þær vinnslugreinar sem leyfi er fyrir í starfsstöðinni en nú hefur hver grein sitt vinnsluleyfisnúmer (IS-númer).
- Hyggist framleiðandi bæta við vinnslugrein innan sömu starfsstöðvar mun hann sækja um samþykki fyrir hinni nýju vinnslugrein undir sama samþykkisnúmeri.
- Samþykkisnúmerin eru byggð upp af bókstaf fremst og 2ja 3ja tölustafa númeri, td. A999
- Afurðir eiga að vera merktar með hinu nýja númeri í sporöskjulaga merki sem nefnist auðkennismerki.
Vinnsluskipum og frystiskipum er einnig úthlutað samþykkisnúmerum og fær hvert þeirra eitt númer. Við þessa breytingu falla niður starfsleyfisnúmer (IS-númer) annarra skipa og báta og verður starfsleyfisskráning þeirra tengd við skipaskrárnúmer þeirra.
Númerin munu berast í bréfi á hverja starfsstöð í næstu viku.
Ítarefni