Fara í efni

Ný reglugerð um ólífrænan áburð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Ný reglugerð nr. 630/2007 um ólífrænan áburð hefur tekið gildi. Hinn 26. júní 2007 var sett ný reglugerð nr. 630/2007 um ólífrænan áburð. Reglugerðin innleiðir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2003/2003, frá 13. október 2003 um ólífrænan áburð og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2076/2004 frá 3. desember 2004.   Til viðbótar innleiðingu þessara reglugerða er áfram óheimilt að kadmíum (Cd) í áburði fari yfir 50 mg Cd pr. kg P (eða 22 mg Cd pr kg P2O5) og þurfa framleiðendur eða dreifingaraðilar að geta staðfest það við sölu á áburðinum. 


Ennfremur getur Landbúnaðarstofnun fellt niður skráningu á áburði séu vöruheiti villandi eða ófullnægjandi eða hafi á einhvern hátt verið gefnar villandi upplýsingar um vöruna.
Reglugerðin gildir um EB-áburð og er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerð nr. 398/1995 um áburð og jarðvegsbætandi efni með síðari breytingum gildir áfram fyrir annan áburð og jarðvegsbætandi efni.


Getum við bætt efni síðunnar?