Fara í efni

Ný reglugerð um nýtingu og meðferð á slátur- og dýraleifum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Landbúnaðarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um nýtingu og meðferð á slátur- og dýraleifum, nr. 820/2007. Reglugerðin er að stofni til byggð á reglugerð nr. 660/2000 um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraúrgangi.

Í megindráttum má segja að nýja reglugerðin feli í sér strangari reglur um flokkun hráefnis, áhættuvefi úr sauðfé og geitfé á að fjarlægja, litlar breytingar verða varðandi noktun á slátur- og dýraleifum til fóðurgerðar, en rýmri heimildir eru til þess að nota kjötmjöl og moltu sem áburð, þ.e. á beitilönd og á lönd þar sem aflað er fóðurs, en áður fyrr var einungis heimilt að nota slíkar afurðir á skógræktar og landgræðslusvæði.Getum við bætt efni síðunnar?