Fara í efni

Niðurstöður úttektar á Matvælastofnun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu með niðurstöðum úttektar á Matvælastofnun þar sem farið er yfir starfsemi Matvælastofnunar, þróun, verklag og leiðir til úrbóta.

Skýrslan er unnin af Bjarna Snæbirni Jónssyni og Ólafi Oddgeirssyni sem falið var að gera úttekt á starfsemi stofnunarinnar í lok síðasta árs, í kjölfar Brúneggjamálsins. Í henni er farið yfir tilgang verkefnisins og aðferðafræði við framkvæmd úttektar. Rýnt er í starfsemi Matvælastofnunar, fjölgun verkefna og málaflokka sem stofnuninni hefur verið falið, vinnuálag og mannauð til að sinna lögbundnum skyldum. Fyrirkomulag eftirlits hérlendis er borið saman við fyrirkomulag matvælaeftirlits og dýravelferðar í Evrópu. Brúneggjamálið er sérstaklega skoðað og verklag stofnunarinnar í dýravelferðarmálum. Þá eru lagðar fram tillögur að úrbótum, s.s. tækifæri til úrbóta í innra starfi stofnunarinnar, sameiningu eða samþættingu matvælaeftirlits Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og möguleika á útvistun afmarkaðra verkefna til sjálfstætt starfandi skoðunarstofa. Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér að neðan.

Matvælastofnun mun vinna áfram með tillögur skýrsluhöfunda í samstarfi við þriggja manna verkefnisstjórn sem ráðuneytið mun skipa í kjölfarið með það að markmiði að styðja frekar við starfsemi stofnunarinnar. Samhliða þeirri vinnu verður unnið áfram að nýjum lögum um Matvælastofnun sem skilgreina munu betur hlutverk stofnunarinnar, skyldur og heimildir.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?