Fara í efni

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun kærði nýlega til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hafði hlotið mikla áverka áður en það var aflífað.  Skv. 6. mgr. 45. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013 sæta brot gegn þeim lögum aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Málið er til meðferðar hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi.


Getum við bætt efni síðunnar?