Fara í efni

Mikill áhugi á velferð dýra

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtök Íslands, Dýralæknafélag Íslands og Dýraverndarsamband Íslands, stóð að ráðstefnu sem haldin var sl. mánudag á Hvanneyri um nýju dýravelferðarlögin og nýútgefnar reglur um velferð búfjár. Ráðstefnan var fjölsótt og ljóst að mikill áhugi er á þessum mikilvæga málaflokki. Glærur og upptökur frá ráðstefnunni hafa verið gerðar aðgengilegar á vef Matvælastofunar undir Útgáfa - Fræðslufundir.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?