Fara í efni

Merking næringargildis matvæla

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Leiðbeiningar um merkingu næringargildis matvæla hafa verið birtar á vef Matvælastofnunar. Tilefnið er að reglugerð EB/1169/2011 tekur gildi 13. desember 2014 og matvælafyrirtæki sem eru með næringargildismerkingar á matvælum eða næringarupplýsingar um matvæli þurfa að vera búin að breyta þeim til samræmis við reglugerðina fyrir þann tíma. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt að gefa upp næringargildi fyrir flest forpökkuð matvæli frá 13. desember 2016. 

Leiðbeiningarnar skiptast í tvo kafla þar sem fyrri kaflinn er um reglur skv. EB/1169/2011 en sá síðari er um núgildandi reglur samkvæmt reglugerð nr. 410/2009

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?