Fara í efni

Merking fisks til ESB

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli þeirra sem flytja fisk og fiskafurðir til Evrópu á eftirfarandi:

Fiskafurðir sem markaðssettar eru til neytenda og stóreldhúsa í Evrópusambandinu þurfa að uppfylla merkingarákvæði í reglugerð ESB nr. 1379/2013 um sameiginlegt markaðskerfi fyrir lagarafurðir og lagareldisafurðir. Merkingaákvæði þessarar reglugerðar taka gildi í desember nk.  Reglugerðin er ekki í EES-samningnum og gildir því ekki hér á landi.

Upplýsingar um þessi merkingarákvæði hafa nú verið settar á vef Matvælastofnunar til hagræðingar fyrir útflytjendur fiskafurða og annarra afurða sem undir þessar reglur falla. Um er að ræða merkingar um tegundarheiti, hvort afurðin var veidd í sjó, ferskvatni eða kemur úr eldi, veiði-/eldissvæði, veiðarfæri o.fl.

Afurðirnar sem um ræðir verða einnig, eins og önnur matvæli, að uppfylla reglugerð ESB nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli, sem einnig tekur gildi í desember nk. og verður innleidd hér á landi innan skamms.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?