Fara í efni

Með allt á hreinu á ensku og pólsku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Bæklinginn Með allt á hreinu má nú nálgast á rafrænu formi á ensku, pólsku og íslensku á vef Matvælastofnunar. Eingöngu íslenska útgáfan er fáanleg á prentuðu formi og geta áhugasamir óskað eftir eintökum með beiðni til MAST: mast@mast.is.

Með allt á hreinu er endurútgefinn bæklingur um hollustuhætti við meðferð matvæla. Bæklingurinn er ætlaður starfsfólki sem meðhöndlar matvæli á einn eða annan hátt. Farið er yfir almennar umgengnisreglur, vinnufatnað, vinnuhlé og salernisferðir, örverur og hitastig, með það að markmiði að bæta hreinlæti og stuðla að auknu matvælaöryggi. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?