Fara í efni

Matvælastofnun vill að sömu reglur gildi um alla kjúklinga á markaði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á matvælalögum sem nú liggja fyrir Alþingi hafa verið miklar umræður um hættuna á að kamfýlóbakter mengaðir kjúklingar komi á markaðinn hér á landi. Við myndum kasta fyrir róða þeim mikla árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni við kamfýlóbakter og standa í sömu sporum og árið 1999 þegar kamfýlóbakter faraldur breiddist út í fólki. Innlendum kamfýlóbakter tilfellum í fólki hefur fækkað jafnt og þétt eða um 87,4% frá árinu 1999. Matvælastofnun mun leita allra leiða til að viðhalda “íslensku kamfýlóbakter reglunni” þannig að hún gildi um alla kjúklinga sem dreift er hér á landi sama hvaðan þeir koma, sömu reglur verða að gilda fyrir innlenda sem erlenda framleiðslu. Mikilvægast af öllu er að tryggja örugg matvæli fyrir neytendur.


Heimild: Sýkladeild LSH


Getum við bætt efni síðunnar?