Fara í efni

Matvælastofnun tekur þátt í Íslenskum landbúnaði 2018

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Landbúnaðarsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll í vikulok. Matvælastofnun tekur þátt í sýningunni og mun svara fyrirspurnum sýningargesta um búnaðarmál og önnur málefni stofnunarinnar.

Búnaðarmál fluttust frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar í ársbyrjun 2016. Sérfræðingar Matvælastofnunar verða á sýningunni til að svara fyrirspurnum um stuðningsgreiðslur, framleiðslu beint frá býli, opnun erlendra markaða fyrir íslenskar landbúnaðarvörur, smitvarnir, hagtölur og önnur málefni stofnunarinnar.

Stjórnendur Matvælastofnunar verða aðgengilegir í bás stofnunarinnar á eftirfarandi tímum: 

 • Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
  - laugardag kl. 10:00-18:00 og sunnudag kl. 12:30-14:30
 • Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri búnaðarstofu
  - föstudag kl. 14:00-16:30 og laugardag kl. 10:00-12:30
 • Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu
  - föstudag kl. 16:30-19:00
 • Dóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar
  - laugardag kl. 12:30-15:30

Fræðsluefni verður til dreifingar í básnum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?