Fara í efni

Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi biðla til almennings

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Lögreglunni hefur borist tilkynning um að hópur fólks stefni á björgunaraðgerðir á Nýjabæ í Borgarfirði á morgun laugardag, 12. nóvember. Eins og fram kom í tilkynningu Matvælastofnunar frá því fyrr í dag er málið í vinnslu. Fyrir liggur að Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi verða á staðnum á morgun að vinna að velferð dýranna á bænum. Við biðlum til allra hluteigandi að veita Matvælastofnun og lögreglu rými og vinnufrið því sameiginlegt markmið okkar allra er að tryggja velferð dýranna.


Getum við bætt efni síðunnar?