Fara í efni

Matvælastofnun hlýtur umhverfisverðlaun Árborgar 2008

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Umhverfisverðlaun Árborgar 2008 voru afhent Matvælastofnun á Degi umhverfisins, föstudaginn 25. apríl 2008. Verðlaunin fela í sér viðurkenningu fyrir góðan frágang á lóð og umhverfi. Athöfnin fór fram í Rauða húsinu á Eyrabakka og var það Jón Gíslason forstjóri sem tók við viðurkenningunni.

Í ræðu sinni þakkaði Jón Gíslason leigusala, hönnuðum og sveitarfélagi fyrir þeirra aðkomu að snyrtilegu umhverfi Matvælastofnunar.


Á myndinni eru, Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri, Jón Gíslason forstjóri Matvælastofnunar,
Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Séra Gunnar Björnsson og Jóhann Óli Hilmarsson formaður umhverfisnefndar



Getum við bætt efni síðunnar?