Fara í efni

Matvælastofnun hefur rannsókn á misræmi í talnagögnum frá Arnarlaxi.

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur hafið rannsókn vegna misræmis í upplýsingum frá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Málið varðar laxafjölda í sjókví í Arnarfirði en í skýrslum Arnarlax var áætlaður fjöldi fiska umtalsvert meiri en það magn sem kom í ljós þegar slátrað var úr kvínni í október 2022.

Matvælastofnun hefur kallað eftir frekari skýringum og gögnum frá Arnarlaxi en stefnt er að rannsókn verði lokið fljótlega.


Getum við bætt efni síðunnar?