Fara í efni

Markaðssetning á skelfiski

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun (MAST) bendir á þá meginreglu að eingöngu er heimilt að markaðsetja krækling og annan skelfisk sem kemur frá viðurkenndu veiðisvæði og vinnsluleyfishafa sem er undir eftirliti stofnunarinnar.  Skelfiskur getur innihaldið þörungaeitur sem er hættulegt mönnum og því er þörf á virku eftirlitskerfi til verndar neytendum.  MAST veitir skelræktendum og veiðimönnum uppskeruheimild á grundvelli þörungaeitursgreininga á skelfiski af veiðisvæðunum. Við sölu og markaðssetningu á skelfiski skal ávallt fylgja honum heilbrigðismerki, sem sýnir uppruna hans og er sönnun þess að framleiðslan sé undir eftirliti Matvælastofnunar.   Smásalar sem selja skelfisk í lausu skulu geyma heilbrigðismerkimiðann í a.m.k. 60 daga.

Á heilbrigðismerki skulu vera eftirfarandi upplýsingar:

 

  • Upprunaland

  • Tegund samloka með íslensku og latnesku heiti

  • Leyfisnúmer vinnslustöðvar og lotumerki

  • Dagsetning pökkunar

  • Í stað geymsluþolsmerkingar má koma yfirlýsingin:  “Þessi skelfiskur skal vera lifandi við sölu”


Sé kræklingur boðin til sölu í litlu magni staðbundið skal ávallt vera hægt að sýna fram á heilnæmi hans, með tilvísun í niðurstöður vöktunar á veiðisvæði eða með greiningu á þörungaeitri.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?