Fara í efni

Málþing á Akureyri: Nýjar reglur um velferð gæludýra

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið halda opið málþing um velferð gæludýra fimmtudaginn 17. mars kl. 13:00 – 16:00 í ráðstefnusal Hótel Kea á Akureyri. Á málþinginu gefst gæludýraeigendum og öðrum áhugasömum kostur á að fræðast um kröfur og helstu nýmæli nýrrar reglugerðar um velferð gæludýra, með gagnvirkum umræðum í lokin.

Með útgáfu reglugerðarinnar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lokið útfærslu á nýjum dýravelferðarlögum fyrir allar helstu dýrategundir sem löggjöfin nær yfir. Matvælastofnun fer með framkvæmd laganna og reglugerða um velferð dýra og hefur eftirlit með að ákvæðum þeirra sé fylgt.

Dagskrá

  • 13:00 – 13:10 Ný reglugerð um velferð gæludýra 
                            Halldór Runólfsson, fundarstjóri
  • 13:10 – 13:20 Af hverju nýjar reglur og hver fylgist með? 
                            Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
  • 13:20 – 14:20 Meðferð, umhirða og aðbúnaður gæludýra 
                            Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun
  • 14:20 – 14:35    Umræður 
  • 14:35 – 14:55  Hlé
  • 14:55 – 15:35 Tilkynningarskylt dýrahald – hvað er það?
                            Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun
  • 15:35 – 15:55 Umræður
  • 15:55 – 16:00 Samantekt og lokaorð
                            Halldór Runólfsson, fundarstjóri

Skráning

Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir! Skráning fer fram á netfanginu mast@mast.is. Vinsamlega takið fram fullt nafn, fyrirtæki/samtök og netfang þátttakanda við skráningu. Skráningarfrestur er til 16. mars nk. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?