Fara í efni

Lyfjavirk efni í maísmjöli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um innköllun á Rapunzel Polenta maísmjöli. Ástæða innköllunarinnar er að við rannsókn á vörunni greindust, í of miklum magni,  lyfjavirk efni, atropine og scopolamine. Efnin geta haft eitrunaráhrif á neytendur og varan telst því ekki örugg til neyslu. Matvælastofnun upplýsti Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um innflutning vörunar af hálfu Innnes ehf. Innnes hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við heilbrigðiseftirlitið.

  • Vöruheiti:  Rapunzel Polenta maísmjöl.
  • Framleiðandi:  Rapunzel Naturkost.
  • Framleiðsluland: Þýskaland
  • Þyngd:  500 gr.
  • Innflytjandi:  INNNES ehf.
  • Strikamerking: 4006040120827
  • Best fyrir dags.:  Allar dagsetningar
  • Dreifing:  Verslanir um allt land.

Þeir sem kunna að hafa þessa vöru undir höndum er bent á að neyta hennar ekki heldur farga henni eða skila til þeirrar verslunar sem hún var keypt í gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Halldór Jökull Ragnarsson, gæðastjóri Innnes ehf í síma:  660 4033 eða á netfanginu: hjr@innnes.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?