Fara í efni

Lyf í fæðubótarefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavikur um stöðvun á dreifingu á fæðubótarefni vegna innihaldsefnis með lyfjavirkni. Frestur er gefinn til  3. júní að fjarlægja vöru af markaði. Varan inniheldur N-Acetyl-Cysteine sem flokkað er sem lyf á Íslandi.

  • Vörumerki: Solaray
  • Vöruheiti: NAC
  • Framleiðandi: Nutraceutical Corp
  • Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Bandaríkin
  • Rekjanleikaupplýsingar (lotunúmer, geymsluþolsmerking): 076280572322
  • Dreifing: Heilsuhúsið Akureyri, Heilsuhúsið Smáratorgi, Heilsuhúsið Laugavegi, Heilsuhúsið Selfossi, Heilsuhúsið Lágmúla, Heilsuhúsið Kringlunni, Lifandi Markaður Fákafeni og Lifandi Markaður Borgartúni

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?