Fara í efni

Lögfræðingur á stjórnsýslusviði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða lögfræðing á stjórnsýslusvið stofnunarinnar. Um er að ræða fullt starf á aðalskrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi.

 

Helstu verkefni:

  • Úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna stofnunarinnar, s.s. afgreiðsla stjórnsýsluerinda, umsagna og álitsgerða

  • Ráðgjöf um lögfræðileg atriði á sviði stjórnsýsluréttar og annarra réttarsviða sem tengjast starfsemi stofnunarinnar

  • Framkvæmd og innleiðing löggjafar vegna EES-samningsins

  • Vinna við framkvæmd og innleiðingu löggjafar á sviði stofnunarinnar

  • Þátttaka í nefndum og samskipti við innlendar og erlendar stofnanir

  • Leyfisveitingar

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kandídatspróf eða meistarapróf í lögfræði

  • Þekking á EES-samningnum og framkvæmd hans æskileg

  • Þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

  • Góð tölvu- og tungumálakunnátta

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Viktor S. Pálsson og Hafsteinn Jóh. Hannesson og í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “lögfræðingur” eða með tölvupósti á mast@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2009. Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.



Getum við bætt efni síðunnar?