Fara í efni

Líffræðileg fjölbreytni - Niðurtalning 2010

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


  Árið 2010 er yfirlýst ár líffræðilegs fjölbreytileika.  Markmiðið með þessu ári er að vekja athygli almennings á hraðri dvínun á líffræðilegum fjölbreytileika og ástæðum fyrir henni. Margar dýrategundir eru í útrýmingarhættu, og flestir þekkja stóru spendýrin eins og hvítabjörninn.  Fæstir hugsa um minnstu dýrin, t.d. skordýrin, í tengingu við líffræðilegan fjölbreytileika.
 
Útdauði tegunda í heiminum á sér stað með ógnvænlegum hraða og mun hraðar í dag en áður. Álitið er að tap á líffræðilegri fjölbreytni sé að mestu leyti af mannavöldum. Það er því á okkar ábyrgð að snúa þessari neikvæðu þróun við og grípa til aðgerða.

Alþjóðanáttúruverndarsamtökin (IUCN) og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykktu svonefnda Countdown 2010 (Niðurtalning 2010) yfirlýsingu árið 2004. Markmið Countdown 2010 verkefnisins, sem er alþjóðlegt verkefni, er að virkja hagsmunaaðila til þátttöku í varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni. Margvísleg samtök,allt frá frjálsum félagasamtökum, samtökum atvinnulífsins og fyrirtækjum til stofnana ríkis eða sveitarfélaga, geta undirritað Countdown-yfirlýsinguna. Aðildarríkin og IUCN fylgjast árlega með framvindu verkefnisins.


Í Countdown 2010 verkefninu eru skilgreindir sjö meginþættir til verndar líffræðilegri fjölbreytni
.


  1. Vernda ber að lágmarki 10 % allra gerða vistkerfa, til að 1. varðveita náttúru og náttúrulegt landslag
  2. Taka ber tillit til líffræðilegrar fjölbreytni í landbúnaði, m.a. með 2. því að auka fjölbreytni í ræktun og draga úr notkun varnarefna og áburðar.
  3. Nýting fiskistofna skal vera sjálfbær. Í dag eru 75 % allra 3. fiskistofna heimsins ofnýttir og margar tegundir eru í útrýmingarhættu.
  4. Við landnýtingu og mannvirkjagerð sem getur haft neikvæð 4. áhrif á búsvæði tegunda ber að taka aukið tillit til líffræðilegrar fjölbreytni,
  5. Búsvæði verða einnig fyrir áhrifum vegna loftslagsbreytinga. 5. Sporna ber gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og tryggja þarf að tegundir geti flutt sig til og aðlagað sig að breyttum aðstæðum.
  6. Sumar framandi tegundir geta orðið ágengar og eytt 6. svæðisbundinni flóru og/eða fánu og því ber að koma í veg fyrir útbreiðslu ágengra framandi tegunda.
  7. Líffræðileg fjölbreytni er grundvöllur sjálfbærrar þróunar og því 7. ber að samþætta aðgerðir til verndar líffræðilegri fjölbreytni í stefnumótandi áætlunum á ólíkum sviðum þjóðfélagsins.


Af Norðurlöndunum eru það Finnland (2006), Svíþjóð (2006), Noregur (2007) og Danmörk (2007) sem eiga aðild að Countdown 2010 yfirlýsingunni. Í þessum löndum hafa auk þess umhverfisráðuneyti, ýmis sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki undirritað yfirlýsinguna. Þó Ísland hafi ekki undirritað yfirlýsinguna er þó tekið mið af markmiðum hennar í opinberri stefnumörkun.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?