Fara í efni

Leyfi til íblöndunar koffíns umfram hámarksgildi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýjar reglur um koffín tóku gildi í maí sl. Þær heimiluðu íblöndun koffíns í öll matvæli innan skilgreindra hámarksgilda (sjá reglugerð nr. 453/2014). Áður var íblöndun koffíns eingöngu leyfileg í drykkjarvörur án þess að hámark væri sett en framleiðendur þurftu að merkja vörur með mikið magn koffíns. Í nýju reglunum eru takmörk sett á koffínmagn í öllum matvörum, þ.m.t. drykkjarvörum, en framleiðendur geta sótt um leyfi til Matvælastofnunar vilji þeir bæta koffíni í matvæli umfram hámarksgildi. Leyfisveiting er háð því hvort íblöndunin geti verið varasöm neytendum.

Hámarksgildi taka til heildarmagns koffíns í vörum og breytir þá engu hvort um er að ræða íblöndun hreins koffíns, útdrátta (e. extract) eða náttúrulegra koffíngjafa. Hámarksgildi fyrir íblöndun koffíns eru skv. eftirfarandi töflu:

koffín hámarksgildi

Framleiðsla, markaðssetning og innflutningur vara með hærra koffínmagni er einungis leyfileg með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun. Reglugerð  nr. 453/2014 gerir ráð fyrir að hægt sé að sækja um slík leyfi frá og með 1. janúar sl.

 
Umsóknareyðublöð vegna slíkra umsókna eru nú aðgengileg á Þjónustugátt MAST. Umsækjendur þurfa að greiða allan kostnað vegna leyfisumsókna. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?