Leiðrétt áburðarskýrsla 2023
Frétt -
08.04.2024
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Þau leiðu mistök urðu við gerð áburðarskýrslu fyrir árið 2023 að heildarmagntölur fyrir áburðarinnflutning á árinu voru verulega oftaldar. Stafaði þetta af mistökum hjá einu fyrirtæki sem gaf upp mun hærri innflutningstölur í einum innflutningi en raunin var. Matvælastofnun hafði samband við umrætt fyrirtæki og hefur leiðrétt magntölurnar í samráði við það. Þannig að rétt magn innflutts áburðar fyrir árið 2023 er 42.378 tonn sem er verulegur samdráttur frá fyrra ári eða um 8.400 tonn. Beðist er velvirðingar á þessum röngu upplýsingum. Leiðrétt skýrsla hefur nú verið birt á vefsíðu Matvælastofnunar.