Fara í efni

Kynningarfundur um innflutning dýraafurða

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur kynningarfund fyrir innflytjendur, tollmiðlara og farmflytjendur um innflutning dýraafurða fimmtudaginn 11. apríl kl. 13:00 - 15:00 í inn- og útflutningsskrifstofu stofnunarinnar að Stórhöfða 23 í Reykjavík. Á fundinum verður fjallað um kröfur sem gerðar eru um innflutning dýraafurða, einkum varðandi skjalagerð og farmflutninga. 

Dagskrá:

  • 13:00-13:20 Innflutningur dýraafurða (eftirlit, afurðaflokkar, innflutningur innan og utan EES)
  • 13:20-13:40 Samræmda dýraheilbrigðisvottorðið (CVED og TRACES)
  • 13:40-14:00 Kaffihlé
  • 14:00-14:20 Aðkoma Tollyfirvalda
  • 14:20-14:40 Aðkoma farmflytjenda
  • 14:40-15:00 Aðkoma tollmiðlara

Markmið fundarins er að efla samvinnu og samráð Matvælastofnunar við innflytjendur dýraafurða og kynna helstu kröfur sem gerðar eru til innflutningsins. Gengið er inn í húsnæði stofnunarinnar að norðanverðu (Grafarvogsmegin). 


Getum við bætt efni síðunnar?