Fara í efni

Koffín! Norrænt málþing um orkudrykki og ungt fólk

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Sprenging hefur orðið í sölu orkudrykkja með miklu koffíni. Hvaða áhrif hefur aukin neysla á ungmenni? Matvælastofnun boðar til málþings um orkudrykki og ungt fólk þriðjudaginn 22. október kl. 10:00 – 15:30 á Grand Hótel Reykjavík.

Málþinginu verður streymt í beinni á Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook.

Tilgangur málþingsins er ná saman sérfræðingum á sviði rannsókna, eftirlits og umsjónar barna og unglinga til að ræða aukna neyslu koffíns á Norðurlöndum, áhrif á ungt fólk og þær reglur sem gilda um markaðssetningu orkudrykkja. Það er opið almenningi og eru allir áhugasamir velkomnir.

Málþingið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni sem hluti af formennsku Íslands 2019 og fer fram á ensku. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfanginu mast@mast.is með nafni, vinnustað og netfangi fyrir 17. október n.k. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu.


Getum við bætt efni síðunnar?