Kjúklingakæfa frá Póllandi innkölluð
Frétt -
09.01.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Matvælastofnun hefur
fengið upplýsingar í gegnum viðvörunarkerfið RASFF (Rapid Alert System
for Food and Feed) um innköllun á niðursoðinni kjúklingakæfu með
tómötum frá Póllandi. Eitt af hráefnum kæfunnar var írsk
svínalifur sem mælst hefur með díoxín og PCB yfir leyfilegum
hámarksgildum samkvæmt reglugerð nr. 662/2003. |
Innflytjandi hefur innkallað vöruna og birt viðvörun í verslunum sínum á íslensku og pólsku.
Vöruheiti: Wielkopolski poultry pate with tomatoes (250g)
Best fyrir dagsetningu 25.11.2010
Þeir sem keypt hafa þessa vöru eða hafa hana undir höndum eru beðnir um að skila henni til verslunarinnar eða farga henni. Kjúklingakæfan var eingöngu til sölu í verslunum Mini Market, Drafnarfelli 14, 111 Reykjavík og Mini Market, Hringbraut 92, Keflavík.
Töluvert af vörum sem innihalda írskt svínakjöt hafa verið innkallaðar í Evrópu á undanförnum vikum vegna dioxíns.
Frekari upplýsingar veitir Herdís M. Guðjónsdóttir hjá Matvælastofnun.
Sjá einnig:
Frétt um díoxín mengað svínakjöt frá Írlandi