Fara í efni

Kæling sjávarfangs

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Fyrsta skrefið í að tryggja að íslenskar sjávarafurðir komist til neytenda sem hágæðavara er að sá afli sem komið er með að landi sé meðhöndlaður eins vel og kostur er. Þar gegnir góð og hröð kæling lykilhlutverki.


  

Samkvæmt reglugerð nr. 104/2010* þá gildir eftir-farandi um kælingu á afla:

„Kæla skal lagarafurðir eins fljótt og hægt er eftir að þær eru teknar um borð…“

Matvælastofnun túlkar þetta ákvæði á þann veg að hitastig fisks verði að vera komið niður í hitastig bráðnandi íss (0-4°C) innan 6 klst. eftir að hann hefur verið veiddur.


Síðastliðið sumar framkvæmdu eftirlitsmenn Fiskistofu hitastigsmælingar á lönduðum afla dagróðrarbáta og má sjá niðurstöðurnar fyrir júlí hér að neðan.



Eins og sjá má þá var kæling í mjög mörgum tilvikum ófullnægjandi. Matvælastofnun skorar því á sjómenn að gera betur núna í sumar. Stofnunin í samvinnu við Fiskistofu mun í sumar auka eftirlit með aflameðferð, m.a. með því að fjölga hitastigsmælingum og birta reglulega niðurstöður úr þeim.

Matís ohf. hefur unnið leiðbeiningar sem Matvælastofnun vill hvetja sjómenn til að kynna sér, þær er hægt að nálgast hér. Matís hefur einnig sett á fót kæligátt þar sem ítarlegri upplýsingar um kælingu er að finna, sjá hér.

Keðja er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn, tökum því höndum saman um bæta kælingu og meðferð á fyrstu stigum svo að við tryggjum gæði og öryggi íslensk sjávarfangs.


_________________________________
*4.tl. II.kafla. VIII þáttar, viðauka III í reglugerð 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, innleidd með reglugerð nr. 104/2010.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?