Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2017
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur fyrir uppskeruárið 2017 hafa verið greiddar út til bænda. Umsækjendur geta nálgast rafrænt yfirlit yfir greiðslur inni á Bændatorginu í valmynd undir lið sem heitir Rafræn skjöl > Bréf.
Jarðræktarstyrkir
Alls bárust 1.427 umsóknir um jarðræktarstyrki frá 1.057 aðilum, en umsóknir hvers aðila voru jafnmargar og landnúmer spildanna sem þeir uppskáru af. Styrkir voru veittir vegna 10.811 ha sem skiptust niður á 4.695 ræktunarspildur. Greitt einingaverð 35.597 kr/ha.
Fjöldi ha skiptast eftir ræktun á eftirfarandi hátt:
Garðrækt (ha) |
Gras |
Grænfóður (ha) |
Korn |
Olíujurtir (ha) |
Alls (ha) |
504 |
3.666 |
3.990 |
2.602 |
49 |
10.811
|
Landgreiðslur
Alls bárust 3.225 umsóknir um landgreiðslur frá 1.513 aðilum, en umsóknir hvers aðila voru jafnmargar og landnúmer spildanna sem þeir uppskáru af. Styrkir voru veittir vegna 76.988 ha á 34.806 spildum. Greitt einingaverð er 3.249 kr/ha.
Reiknireglur
Skv. III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016 eru framlög vegna jarðræktarstyrks greidd á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú og taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um. Fjöldi ha sem sótt er um skerðist í samræmi við eftirfarandi:
Fjöldi ha sem sótt er um |
Stuðull umsóttra ha |
1-30 ha |
1,0 |
31-60 ha |
0,7 |
61> ha |
0,4 |
Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Greitt er út á heila ha og venjulegar reglur um upphækkanir gilda.
Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha sem sótt er um stuðning fyrir.