Fara í efni

Innlausn greiðslumarks í sauðfjárrækt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun innleysti samtals 1.477,2 ærgildi frá ellefu búum þann 20. febrúar sl. en stofnunin annast innlausn greiðslumarks fyrir hönd ríkissjóðs. Handhafi greiðslumarks getur óskað eftir innlausn greiðslumarks frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. Við innlausn greiddi Matvælastofnun handhafa greiðslumarks núvirt andvirði beingreiðslna tveggja næstu almanaksára eftir að innlausn er óskað, skv. 39. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Innlausnarvirðið var 12.480 krónur á ærgildi. Matvælastofnun skal greiða innleyst greiðslumark til handhafa þess eigi síðar en 15. febrúar á innlausnarári skv. 12. gr. reglugerðar nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt en stofnunin gekk frá greiðslu til bænda sem óskuðu eftir innlausn þann 20. febrúar eins og áður segir. 


Getum við bætt efni síðunnar?