Fara í efni

Innköllun á grófu salti með kvörn frá Prima

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á grófu salti með kvörn frá Prima vegna þess að plastagnir úr kvörninni geta borist í saltið við mölun. Fyrirtækið Vilko ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina frá heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Prima
  • Vöruheiti: Prima salt gróft 
  • Strikanúmer: 5690655041814
  • Best fyrir lok: 04.2021, 08.2021, 02.2022, 03.2022,. 
  • Dreifingaraðili: Vilko ehf., Húnabraut 33, 540 Blönduós
  • Dreifing: Varan var seld til verslana Samkaupa, Árborg verslun, Ásbyrgi ehf. verslun, Skerjakolla ehf. verslun, Smáralind ehf. o.fl. Einnig dreift í mötuneyti.



Viðskiptavinum sem keypt hafa Prima gróft salt með kvörn með best fyrir dagsetningum nefndum hér að ofan er bent á að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar veitir Vilko ehf., Húnabraut 33, Blönduósi.


Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?