Innköllun á First Price paprikustrimlum vegna glerbrots
Frétt -
15.04.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Matvælastofnun hefur
borist tilkynning frá RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður
um að glerbrot hefur fundist í FirstPrice
paprikustrimlum í Danmörku. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur verið
upplýst um málið og innköllun á vörunni
hefur verið framkvæmd. Umrædd vara er First Price paprikastrimler í
340g krukkum. Innköllunin gildir eingöngu fyrir vörur með "best
fyrir" dagsetningu: 06.09.2011. Upplýsingar um "best fyrir" dagsetningu
má finna á loki vörunnar. |
Varan var fáanleg í verslunum Nóatúns og Krónunnar og í Kaupfélagi Skagfirðinga. Vörurnar eiga ekki að vera lengur á markaði en þeim sem keypt hafa vöruna er bent á að hægt er að skila henni í viðkomandi verslun. Einnig er hægt að hafa samband við Kaupás í síma 458 1000 sem er innflytjandi vörunnar. Innflytjandinn mun senda fréttatilkynningu um innköllunina.