Fara í efni

Innköllun á fæðubótarefni vegna ólöglegs innihaldsefnis.

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun á  sölu og innköllun á fæðubótarefni.

 

Varan inniheldur chysin sem hefur fengið B- flokkun hjá Lyfjastofnun.

Vörumerki:  Scitec Nutrition. 
Vöruheiti:  Estro Block. 
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Varan er framleidd fyrir Scitec Nutrition í Bandaríkjunum.  Innflutt til Íslands af Heilsusporti ehf. (Sportlífi), Síðumúla 1, 108 Reykjavík. 
Auðkenni/skýringartexti:  Estro Block inniheldur chrysin sem fengið hefur B-flokkun hjá Lyfjastofnun.  Þessi flokkun þýðir að vara með þessu innihaldsefni getur fallið undir lyfjalög.  Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.  Einnig eru aðrar athugasemdir gerðar við merkingar vörunnar. 
Laga- /reglugerðarákvæði:  1. mgr. 11. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
Áætluð dreifing innanlands: Einungis í Reykjavík. Verslanir Sportlífs (vefverslun og verslanir fyrirtækisins í Glæsibæ og Holtagörðum).


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?