Fara í efni

Innköllun á CBD blönduðu gæludýrafóðri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Heildverslunin Andrá ehf hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað gæludýrafóður sem inniheldur lyfvirka efnið cannabidiol eða CBD. Þetta lyfjablandaða fóður er ekki leyfilegt á almennum markaði hérlendis og því er markaðssetning þess óleyfileg.

Fyrirtækið Andrá ásamt tveimur öðrum sölufyrirtækjum auglýstu þetta lyfjablandaða fóður á heimasíðu sinni. Þær auglýsingar hafa nú verið fjarlægðar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?