Fara í efni

Innflutningur hunda og katta - vottorð og komutími

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Breytingar hafa nú verið gerðar á uppruna- og heilbrigðisvottorðum fyrir hunda og ketti vegna innflutnings en þau hafa verið í notkun frá árinu 2004 þegar reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og hundasæðis tók gildi. Breytingarnar felast aðallega í uppsetningu og uppröðun efnisliða auk þess sem orðalag vegna bólusetninga og rannsókna hefur verið bætt. Unnið er við að uppfæra leiðbeiningar vegna innflutnings og önnur gögn á vef Matvælastofnunar sem lúta að innflutningi gæludýra. 

Eldri útgáfa vottorðanna verður tekin gild til áramóta.

Leyfilegur komutími

Þegar hundar og kettir sem búið er að heimila innflutning á, lenda á Keflavíkurflugvelli eru þau flutt í sóttvarnaraðstöðu á flugvellinum þar sem þau eru skoðuð af eftirlitsdýralækni við fyrsta tækifæri. Að skoðun lokinni er farið með dýrin í einangrunarstöð. Leyfilegur komutími dýra er á milli kl. 05:00 og 17:00 á fyrirfram ákveðnum komudögum. Ef nauðsynlegt er að senda hunda og ketti með  flugi sem lendir utan þess tíma þarf að sækja sérstaklega um það með a.m.k. viku fyrirvara. Komi dýr sem leyfi hefur verið veitt fyrir utan leyfilegs komutíma fellur talsverður aukakostnaður á innflytjanda vegna eftirlits og umönnunar dýranna.

Ítarefni

Frétt uppfærð 20.11.15


Getum við bætt efni síðunnar?