Fara í efni

Hert lög um fóður og áburð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Alþingi samþykkti í vor breytingar á lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Breytingarnar fela m.a. í sér aukna ábyrgð framleiðenda og bætt þvingunarúrræði Matvælastofnunar.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Fastar er kveðið á um ábyrgð fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækja um að efnainnihald og eiginleikar skráðra vara séu í samræmi við vörulýsingar. 
  • Framleiðsla á lyfjablönduðu fóðri er háð leyfi frá Matvælastofnun og Lyfjastofnun.
  • Tilkynningarskylda um sjúkdómsvaldandi örverur t.d. salmonellu er útvíkkuð á þann veg að skylt verður að tilkynna til Matvælastofnunar ef örverur greinast í sýnum teknum úr framleiðsluumhverfi fóðurs, en ekki aðeins ef þær greinast í fóðrinu sjálfu.
  • Reglur um áburð eru hertar og ábyrgð fyrirtækjanna á gæðum og öryggi þeirra vara sem þau bjóða til sölu er aukinn, til samræmis við ábyrgð fóðurfyrirtækja.
  • Þá eru ákvæði varðandi stjórnvaldssektir og önnur refsiákvæði fari fyrirtæki ekki að lögum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?