Fara í efni

Hana komið til bjargar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun barst nýlega ábending um yfirgefinn hana í fjárhúsi eftir að eigendur höfðu hætt búskap og flutt erlendis. Eftir mikið klifur og basl náðist að handsama hanann. Hann var orðinn nokkuð grannur en fékk nóg að éta og drekka enda svangur og þyrstur eftir veruna í fjárhúsinu. Að öðru leyti var hann í góðu ástandi.

Hana komið til bjargar

Hani handsamaður af eftirlitsmanni MAST

 
Farið var með hanann í húsdýragarðinn að Hraðastöðum í Mosfellsdal og þaðan var hann gefinn til hænsnaeiganda sem vantaði hana í hænsnakofann sinn. 

Frétt uppfærð 09.06.17 kl. 16:50


Getum við bætt efni síðunnar?