Fara í efni

Hagtölur landbúnaðarins 2010 eru komnar út

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
  Hagtölur landbúnaðarins 2010 eru komnar út. Eins og fyrri ár er útgáfan í bæklingsformi og er alls 30 síður. Í Hagtölum landbúnaðarins er m.a. hægt að finna tölfræði um landið og bóndann, bústofn og bústærð, landbúnaðarframleiðsluna, markaðsmál, verðlag og vísitölur o.fl. Bæklingurinn fer víða - hann er m.a. vinsæll á meðal ferðamanna, skólafólks og að sjálfsögðu á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði.


Hægt er að nálgast Hagtölur landbúnaðarins 2010 án endurgjalds hjá Bændasamtökunum við Hagatorg. Bæklingurinn liggur einnig á Netinu á pdf-formi en hann má nálgast með því að smella hér. Ritstjóri er Erna Bjarnadóttir forstöðumaður félagssviðs BÍ, Þröstur Haraldsson sá um umbrot, forsíðuljósmynd tók Jón Eiríksson en forsíðuna hannaði Hörður Kristbjörnsson.

/bondi.is

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?