Fara í efni

Hættuleg fitubrennslu hylki Therma Power seld á netinu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum viðvörunarkerfið RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) um sölu á netinu á fæðubótarefni  sem inniheldur efedrín. Það er á lista Lyfjastofnunar sem ávana -og fíkniefni. Hylkin eru einkum ætluð þeim sem stunda líkamsrækt til þess að auka fitubrennslu.


Danska matvælastofnunin hefur tilkynnt um 36 ára mann sem dó af hjartaslagi eftir að  hafa tekið inn þessi hylki. Þrjú önnur tilvik hafa verið tilkynnt um alvarlegar aukaverkanir. Hylkin höfðu verið pöntuð í gegnum netið.  Samkvæmt upplýsingum á netinu innihéldu hylkin efedrín, synefrín og koffín.   Dönsk yfirvöld hafa nú sent út viðvörun til annarra Evrópulanda, í gegnum RASFF, þar sem varað er við hylkjunum. 


Matvælastofnun hvetur neytendur til þess að vera á varðbergi gagnvart vörum, sem seldar eru á netinu eða í póstverslun.


Frekari upplýsingar veitir:

Herdís Guðjónsdóttir hjá Matvælastofnun, sími 530 4800


Frétt á heimasíðu danska matvælastofnunar:



Getum við bætt efni síðunnar?