Fara í efni

Hætta á skelfiskeitrun í Eyjafirði og Hvalfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Vöktun Hafrannsóknastofnunar og Matvælastofnunar á eitruðum svifþörungum í Eyjafirði við Hrísey og í Hvalfirði við Hvammsvík hefur leitt í ljós að magn eitraðra svifþörunga er yfir viðmiðunarmörkum. Ef magn eitraðra svifþörunga er yfir viðmiðunarmörkum er veruleg hætta á að kræklingur og annar skelfiskur sé eitraður og óhæfur til neyslu. Matvælastofnun varar við neyslu á skelfiski frá umræddum svæðum.

Niðurstöður vöktunar má sjá hér.  Neytendur eru hvattir til að kynna sér niðurstöður vöktunar á eitruðum þörungum ef þeir hyggjast tína skelfisk á umræddum svæðum.


Getum við bætt efni síðunnar?