Fara í efni

Glúten í maíssnakki merkt glútenlaust

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþol við neyslu á glútenfría maíssnakkinu Traflo Tortilla chili snakk. Snakkið er merkt glútenlaust en greindist með glúten yfir leyfilegum mörkum. Er þetta í þriðja skipti í febrúarmánuði sem vara merkt glútenlaus er innkölluð vegna þess að hún inniheldur glúten. 

Matvælastofnun bárust upplýsingarnar í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) um matvæli og fóður. Innflytjandi hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við: 

  • Vörumerki: Trafo
  • Vöruheiti: Tortilla Chips Chili
  • Strikanúmer: 8712423019348
  • Nettómagn: 200 g 
  • Lotunúmer: 372150331 og 373330331
  • Best fyrir: 3.4.2018 og 29.7.2018 
  • Framleiðandi: FZ Organic
  • Framleiðsluland: Holland
  • Innflytjandi: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík
  • Dreifing: Melabúðin, Fjarðarkaup (Fræið), verslanir Nettó um land allt, verslanir Kjörbúðarinnar á Siglufirði og á Dalvík.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt eða til Icepharma, Lynghálsi 13, milli 8-16 alla virka daga. Nánari upplýsingar fást hjá Icepharma í síma 540 8000.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?