Fara í efni

Glerbrot í jólabjór

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við Tuborg Julebryg í 330 ml. glerflöskum vegna þess að glerbrot fannst í flösku. Ölgerðin Egill Skallagrímsson í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað tvær framleiðslulotur í varúðarskyni.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Tuborg
  • Vöruheiti: Julebryg
  • Strikamerki: 5690541009676
  • Pökkunardagur: 18.11.21 og 19.11.21
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 18.08.22 og 19.08.22
  • Lotunúmer: 02L21322 og 02L21323
  • Umbúðir: Glerflöskur
  • Nettómagn: 330 ml (33 cl)
  • Fyrirtæki: Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir ÁTVR og ýmsir veitinga- og gististaðir

jólaöl

 

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni  á þann stað sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Ítarefni:

 


Getum við bætt efni síðunnar?