Getur fólk smitast af hestapestinni?
Frétt -
02.06.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Bakterían Streptococcus equi Zooepidemicus sem greinst hefur í sumum þeirra hrossa sem sýkst hafa af hóstapestinni getur einnig valdið sýkingum í fólki. Hugsanleg hætta er á að fólk sem sinnir sýktum hrossum geti smitast af þeim. Þótt slíkar sýkingar séu fátíðar er fólk sem umgengst veika hesta samt hvatt til að gæta fyllsta hreinlætis. Mikilvægast er að fólk þvoi sér vel um hendur eftir að hafa sinnt hrossunum og noti andlitsgrímur ef það er í nánum tengslum við öndunarvegi hestanna. Fái fólk sem umgengst hesta náið hita og hálssærindi ætti það að leita læknis. Hægt er að staðfesta sýkingu með hálsræktun. Læknir metur hvort ástæða sé til meðhöndlunar. |
Matvælastofnun
Sóttvarnalæknir