Fara í efni

Galli í Norskum brjóstdropum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vill vekja eftirtekt á innköllun á einni framleiðslulotu af Apotek Norskum brjóstdropum sem fyrirtækið  Pharmarctica framleiðir. Ástæða innköllunar eru kvartanir og meðan rannsókn stendur yfir hefur verið ákveðið að innkalla framleiðslulotuna. Fyrirtækið hefur með hjálp heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra innkallað vöruna og sent innköllunarbréf til dreifingaraðila þ.e. lyfjaverslanir um allt land.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Apotek Norskir brjóstdropar
  • Lotunúmer: 1010921
  • Magn: 100ml
  • Framleiðandi: Pharmartica, Lundsbraut 2, 610 Grenivík
  • Dreifing: Lyfjaverslanir/Apótek um allt land.

brjóstdropar

Neytendur sem eiga þessa tilteknu lotu geta skilað í næstu lyfjaverslun. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn Þór Jakobsson hjá Pharmarctica (bjossi@pharma.is).

Ítarefni

 

 

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?