Fara í efni

Fræðsluvefur um munn hestsins

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Fræðsluvefur um munn hestsins var formlega opnaður á Landsþingi LH 2014. 

Markmið vefsíðunnar er að gera aðgengilegt fræðsluefni um munn og tennur hestsins, beislisbúnað og notkun hans. Á síðunni má einnig finna umfjöllun um atferli hesta og þjálfun sem stuðlar að velferð þeirra og á efnið á erindi til allra sem nota íslenska hestinn til reiðar.

Vefurinn er bæði á íslensku og ensku.

Að vefnum standa Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, Helga Thoroddsen reiðkennari og höfundur knapamerkjanna og Torbjörn Lundström tannlæknir og sérfræðingur í tönnum hesta.

Slóðin er www.mouthofthehorse.com.


Getum við bætt efni síðunnar?