Fara í efni

Fræðslupistill um Sudan I

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Súdan I - IV eru litarefni sem notað er til að lita leysiefni, olíur, vaxefni, bón, bensín, og skófatnað. Það er ekki leyfilegt að nota litarefnið í matvæli.


Súdan litarefnið hefur á undanförnum mánuðum mælst í þurrkuðum, möluðum, sterkum chílepipar frá Indlandi og afurðum úr honum. Súdan litarefnið hefur einnig mælst í ýmsum vörum svo sem pastasósum og kryddblöndum sem innihalda chílepipar. Ferskur chílepipar er í lagi. Nær því daglega berast Umhverfisstofnun tilkynningar frá evrópska viðvörunarkerfinu fyrir matvæli og fóður um nýjar vörur sem innihalda Súdan litarefnið.


Súdan litarefnið er talið vera krabbameinsvaldandi en magnið sem er í vörunum sem mælst hafa með litarefninu er í það litlum skömmtum þannig að það á ekki að vera skaðlegt nema borðað sé mikið af chílepiparkrydduðum mat til lengri tíma.


Innflutningur á chílepipar og afurðum úr honum er bannaður nema sýnt sé fram á með rannsóknarvottorði að hann innihaldi ekki litarefnið. Sjá auglýsingu nr. 772/2005.

 


Getum við bætt efni síðunnar?