Fara í efni

Fræðslufundur: Rekjanleiki og innköllun matvæla

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur fræðslufund um rekjanleika og innköllun matvæla þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15:00 - 16:00. Á fundinum verður fjallað um kröfur um rekjanleika og innköllun í nýju matvælalöggjöfinni, framkvæmd innkallana og ástæður, og nýleg dæmi tekin fyrir.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku af fundinum á vef MAST undir ÚTGÁFA - FRÆÐSLUFUNDIR.

Matvælalöggjöf Evrópusambandsins verður brátt innleidd á Íslandi í áföngum og munu breytingar á lögum um matvæli, fóður og sjávarafurðir taka gildi 1. mars n.k. Meðal markmiða laganna er að ná yfir allt matvælaferlið frá hafi/haga í maga og er þar gerð krafa um rekjanleika til hægt sé að rekja uppruna matvæla og innkalla á markvissan hátt. Á fundinum verða þessar kröfur ræddar ásamt þeim kröfum sem gerðar eru til opinbers eftirlits. Fjallað verður um hvernig framleiðendur beri að standa að innköllun og nýleg dæmi um innköllun tekin fyrir.

Fyrirlesarar:

    Dóra S. Gunnarsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun
    Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!


Getum við bætt efni síðunnar?