Fara í efni

Fræðslufundur: Þörungaeitur í kræklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Fræðslufundir MAST hefja göngu sína að nýju þriðjudaginn 29. september 2009 kl. 15:00 - 16:00 þegar eiturþörungar og myndun þörungaeiturs í kræklingi verða til umfjöllunar. Á fundinum verður farið yfir tegundir eiturþörunga við Ísland, myndun þörungaeiturs í kræklingi og áhrif á heilsu, eftirlit með þörungaeitri og leyfisveitingar.

Fræðslufundirnir verða í framhaldinu haldnir síðasta þriðjudag hvers mánaðar á sama tíma yfir vetrartímann og auglýstir á vef Matvælastofnunar. Hægt er að nálgast fyrirlestra frá fyrri fræðslufundum hér.

Stærsti áhættuþátturinn við neyslu kræklings og annars skelfisks er þörungaeitur. Kræklingur tekur til sín fæðu, s.s. svifþörunga með síun úr sjónum en af þeim þúsundum tegunda svifþörunga sem þekktir eru í sjó geta nokkrar tegundir valdið eitrun í skelfiski sem er hættuleg neytendum. 

Neysla kræklings getur verið varasöm ef ekki væri haft eftirlit með veiði- og ræktunarsvæðum og framleiðslu hans. Eftirlitið felst í könnun á heilnæmi kræklings með tilliti til mengunarefna, örvera og þörungaeiturs. Síðan 2005 hefur MAST vaktað nokkur hafsvæði m.t.t. eitraðra svifþörunga í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina. Sýnt hefur verið fram á samband milli eiturþörunga í sjó og magns eiturs í skelfisknum og greindust eiturþörungar t.a.m. yfir viðmiðunarmörkum í Hvalfirði, Breiðafirði og Eyjafirði á vissum tímabilum í sumar.

Fyrirlesarar:

    Hafsteinn Guðfinnsson
, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun
    Þór Gunnarsson,
fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun
    Dóra S. Gunnarsdóttir,
fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun

 
Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!


Getum við bætt efni síðunnar?