Fara í efni

Fræðslufundur: breyttar varnarlínur og sóttvarnir

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Ný auglýsing var birt í lok september um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma sem skilgreinir nýja skiptingu aðal- og aukavarnarlína. Breytingar á varnarlínum og sóttvarnir verða til umfjöllunar á fræðslufundi MAST sem haldinn verður þriðjudaginn 27. október kl. 16:00 – 17:00 í Ásgarði á Hvanneyri.

Á fundinum verður fjallað um sóttvarnir á Íslandi, hættu á komu nýrra sjúkdóma og viðbrögð, ásamt tilkomu varnarlína og sögu þeirra. Farið verður yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á sóttvarnarsvæðum, ástæður þar að baki, áhrif á flutninga búfjár og ávinning og áhættu.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku af erindinu hér


Markmið varnarlínanna  er að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma og útrýma landlægum sjúkdómum.
Kort af nýrri legu varnarlína samkvæmt auglýsingu nr. 793/2009 er að vænta á næstu dögum og verður frétt þess efnis birt á vef Matvælastofnunar ásamt lista yfir breytingar.


Fyrirlesarar verða:

    Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun
    Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun

Fræðslufundur er opinn almenningi og verður haldinn á Hvanneyri í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands í Ársal (Ásgarði). Allir velkomnir!

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?