Fara í efni

Fæðubótarefni sem innihalda Sibutramine á markaði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun birti á þriðjudag lista yfir fæðubótarefni sem innihalda lyfjavirka efnið Sibutramine. Stofnuninni hafa borist upplýsingar um að í það minnsta eitt af þessum fæðubótarefnum, Green Coffee 800, hafi fundist í sölu hérlendis. Listinn hefur verið sendur til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga sem fylgir málinu eftir.

Matvælastofnun brýnir fyrir neytendum að kaupa ekki né neyta varanna sem listaðar eru og að hafa samband við heilbrigðiseftirlit síns svæðis verði þeir varir við sölu varanna í verslunum.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?