Fara í efni

Endurskoðunarskýrsla Ríkisendurskoðunar vegna Matvælastofnunar 2020

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Matvælastofnunar vegna ársins 2020. Endurskoðunin sneri m.a. að því hvort að reikningsskil hafi gefið glögga mynd af rekstri og fjárhagslegri stöðu, að innra eftirlit hafi verið virkt og tryggt viðunandi árangur og að rekstur hafi verið í samræmi við heimildir.

Aðeins komu fram þrjár minniháttar ábendingar í niðurstöðum skýrslunnar og niðurstaðan því mjög góð fyrir Matvælastofnun. Umræddar ábendingar sneru að fjölda innkaupakorta hjá stofnuninni, að verklagi við launavinnslu og að stöðu eigna og skýringum í eignaskrá. Hefur Matvælastofnun þegar brugðist við þessum athugasemdum.

 Meðfylgjandi er tengill á skýrslu Ríkisendurskoðunar.


Getum við bætt efni síðunnar?