Fara í efni

Endurbættar leiðbeiningar um geymsluþolsmerkingar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur uppfært leiðbeiningar um geymsluþolsmerkingar matvæla og hvetur framleiðendur til að kynna sér nýja útgáfu.

Leiðbeiningarnar, sem voru fyrst gefnar út árið 2015, fjalla um það hvernig skal merkja geymsluþol matvæla. Þær taka sérstaklega fyrir muninn á „best fyrir“ og „síðasti notkunardagur“ og hvora merkinguna skal nota á hvaða matvæli. Í nýrri útgáfu hafa nokkur atriði verið skýrð betur. Framleiðendur eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningarnar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?